Grunn-hýsingin nægir í vefhýsingu lang flestra félaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.Ótakmörkuð netföng og ótakmarkaður fjöldi undirléna og aukaléna. 100MB gefa gott svigrúm fyrir öll vefgögn sem
flestir einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa. Reyndar er
rangt að tala um plássþörf í samhengi við stærð félags. Þörfin ræðst
mest af tegund starfseminnar og stefnu og/eða áherslum eigenda.
Menn geta boðið upp á ftp þjónustu frá vefsvæðinu, framsendingu
netfanga, mörg netföng send á eitt og einnig eitt netfang sent á marga.
Boðið er upp á póstlista (Mailman) en þeir eru mjög mikilvægir í
starfsemi hópa og félaga.
Lénsherrann hefur mikla stjórn á vefsvæðinu í gegn um
cpanel
stjórnborðið og getur stofnað ný lén og undirlén (ath. að kaupa þarf ný lén hjá löglegum skráningaraðila).
Lénin geta vísað á
sér vefi (Add On) eða mörg vísað á sama vefinn (Parked). Með File
Manager (í cpanel) má sækja skrár, flytja til og opna zip pakkaðar
skrár. Einnig er hægt með File Manager að breyta skrám beint á
vefsvæðinu. Vissulega er einnig hægt að sækja og senda skrár til og frá
vefsvæðinu með ftp en í cpanel er hægt að stofna ftp notendur að vild,
hvern með sýnar aðgangsheimildir.
Notendur þjónustunnar hafa hrósað mjög þeim sveigjanleika og stjórn sem þeir hafa.
Setja í körfu Aftur í vörulista