Var orðið þröngt um þig á vefnum? Öll vefsvæði viðskiptavina hafa verið tvöfölduð að stærð þ.e. í geymslurými. Grunnhýsing er nú 600MB, Bronz er 1GB, Silfur 10GB og Silfur plús 20GB. Við vonum að þetta gagnist viðskiptavinum vel. Verð eru óbreytt.
Ath. að við höfum ekki uppfært vefsíðuna með þessum nýju upplýsingum en það verður klárað fljótlega. Breytingin hefur þegar verið gerð á núverandi vefsvæðum viðskiptavina.
Bandvídd þ.e. umferðarþak hafa einnig verið hækkað á öllum vefum viðskiptavina. Það er reyndar afar sjaldgæft að vefir rekist upp í þessi þök og við höfum einfaldlega hækkað þau þegar það hefur gerst i þessum fáu tilfellum hafi umferðin verið lögmæt (ekki af völdum innbrots). Allur er varinn þó góður og við hækkum þessi mörk, viðskiptavinum til aukins hagræðis. |
Viðskiptavinum okkar er vinsamlegast bent á að tekið var á svonefndum Heartbleed galla á okkar vefþjónum um leið og boð bárust um hann í byrjun apríl 2014. Eftir sem áður, til fyllsta öryggis, er notendum bent á að breyta lykilorðum. Það er ágætt að gera það við og við hvort eð er. |
|
Megin vefþjónninn okkar hefur nú verið aukinn að afli. Orðið hafði vart við hægagang undanfarnar vikur en það er nú komið í lag og svartími er nú í sérflokki eins og áður var. |
Megin vefþjónninn okkar hefur nú verið aukinn að afli svo um munar. Að meðaltali er um fjórföldun að ræða frá því sem við höfðum almennt 2010. Viðskiptavinir okkar voru á stundum að ná yfir 90% nýtingu á því topp afli sem við áður höfðum. Sömu toppar ættu ekki að ná yfir 20% af núverandi afkastagetu. Ef að líkum lætur erum við í góðum málum með hraða vefsíðna um nokkra hríð. |
Við höfum um árabil í viðbót við almenna vefhýsingu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sett upp einka net- og vef-þjóna fyrir viðskiptavini. Sumum hentar ekki að vera á almennu vefþjónunum af ýmsum ástæðum, þeir vilja hafa rótaraðgang og frelsi til að þróa án takmarkanna. Einnig getur aðsókn á vef verið svo mikil að það hentar ekki að hafa vefinn á deildum vefþjónum. Verð á einkavélum eru frá $40 (kr. 2600)/mán. og upp úr (okkar umsjón og uppsetning legst ofan á verðið). Þeir geta verið á Íslandi, Þýskalandi, Englandi, Bandaríkjunum (BNA) ofl. stöðum reyndar. Þetta eru þeir staðir þar sem við erum nú þegar með vefþjóna og hugbúnaðarveitur.
|
Nánar...
|
Bronzið slær í gegn. Starfsmenn Íkon ehf óska leikmönnum og þjóðinni til hamingju með árangurinn á EM. VIð höfum alltaf haldið því fram að bronzið sé gott. |
Íkon ehf réði tvo nýja starfsmenn 1. des. 2009. Þeir verða fyrst og fremst í verkefnum fyrir viðskiptavini vefhýsingar, vefhönnun og vefforritun og slíku en einnig í hugbúnaðarveitu fyrirtækisins. Lesa meira hér. |
Í janúar 2009 sóttust Joomlis eftir að hýsa vef sinn joomlis.net hjá okkur. Joomlis hefur fengist við þýðingar á Joomla vefumsjónarkerfinu yfir á íslensku. Hýsing vefsins er því okkar framlag til framgangs þessa frjálsa vefumsjónarkerfis sem viðskiptavinir okkar hafa svo miklar mætur á. Joomla er opinn og frjáls hugbúnaður (open source) og því lítum við einnig á þetta sem okkar framlag til alheimssamfélags um frjálsan hugbúnað (sjá meira um frjálsan hugbúnað og stafrænt frelsi hér)
|
Íkon ehf - edal.net hefur tekið að sér vefhýsingu www.heimilin.is, undirskriftasöfnun ætluð til verndar heimilum landsmanna í ólgusjó fjármagnskreppunnar. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að líta við á vefsíðunni og íhuga stuðning. |
Frá og með 1. des. 2008 var stofngjald .is léna hjá Isnic fellt niður. Eftir sem áður þarf að greiða árgjaldið sem er kr. 7.918 m. vsk. Það þarf ekki að fjölyrða um að þetta er mikilvægt fyrir alla sem hafa hagsmuna að gæta og styrkir samkeppnisstöðu .is léna á markaði.
|
Frá og með 19. sept. hefur stjórnborðið nýtt útlit og nokkrar afgerandi breytingar og viðbætur.
Á meðal nýjunga:
- Vefdiskur: Notendur geta nú stofnað sérstaka möppu á heimasvæðinu sem er aðgengileg beint af skjáborði tölvunnar. Nota má draga og sleppa (drag and drop) til að færa skjöl á milli eða eyða þeim. Halað er niður litlu forriti sem bætir þessum kosti við stýrikerfi einkatölvunnar. Virkar fyrir Windows, Macintosh og Linux stýrikerfi. Frábær leið til að eiga öruggt afrit af fjölskyldumyndunum og/eða öðrum mikilvægum gögnum. Velja má um hvort gögnin séu aðgengileg öllum með vafra á veraldarvefnum eða aðeins aðgengileg með aðgangslykli.
- Video kennsla: Notendur hafa nú aðgang að hreyfimyndum sem sýna hvernig á að framkvæma tilteknar aðgerðir innan stjórnborðsins.
- Round Cube: Notendur vefpósts hafa nú um nokkurt skeyð haft aðgang að nýju vefviðmóti fyrir tölvupóstinn. Round Cube er mjög hreint og einfallt viðmót en jafnframt hraðvirkt. Eins og í Squirrel Mail má stilla viðmótið á íslensku og reyndar fjölda annarra tungumála.
- Nýr File Manager: Skráaumsýsla hefur verið stórbætt með nýju tóli. Við höfum áfram aðgang að gamla tólinu en það nýja er bara mun betra, gefur betri yfirsýn, er hraðvirkara og skartar draga sleppa (á milli mappa) ásamt fleiri kostum sem við leyfum notendum að uppgötva sjálfum.
- Gert klárt (Getting Started): Notendur hafa nú aðgang að byrjendakynningu á vefhýsingunni.
|
Nánar...
|
Nú er ljóst að eldri útgáfur af OS Commerce brotna með uppfærslunni í MySql 5. Þeir sem eru að nota þetta kerfi geta séð lausn á málinu hér:
http://forums.oscommerce.com/index.php?showtopic=230304
MySql var uppfært úr útgáfu 4 í 5 um kl. 19:00, föstudaginn 29 febrúar. Að svo stöddu hefur ekkert óvænt komið upp vegna þessa en næstu daga kemur væntanlega í ljós hvort einhver kerfi hafi hruflast við þessa breytingu. |
Ætlunin er að uppfæra megin MySql gagnagrunninn hjá
okkur í útgáfu 5 í lok febrúar. Þetta gæti haft í för með sér að einstök kerfi
hætta að virka sem skyldi. Engin vandamál eiga að vera með Joomla eða Mambo
kerfin en þau eru lang vinsælust þeirra kerfa sem nota MySql gagnagrunninn. Við
munum halda útgáfu 4 af MySql í gangi á varavefþjóni hjá okkur og flytja
þá hratt og örugglega á milli véla sem lenda í vandamálum með nýja
kerfið.
|
Nánar...
|
Þeir sem hafa hjá okkur heila vefþjóna fá nú þegar 50% meira pláss en fyrir áramót á óbreyttu verði. 10GB vélarnar stækka í 15GB, 20GB vélarnar stækka í 30GB. Viðskiptavinir í vefhýsingu fá einnig stækkun í febrúar 2008 þ.e. grunn hýsing fær 150MB og Bronz fær 300MB. Að svo stöddu stækkum við ekki Silfrið en gefum þeim þess í stað ssh aðgang ef þeir óska þess. |
Ótakmörkuð lén hafa mælst vel fyrir hjá lénsherrum. Mikil gróska hefur verið á vefsvæðum viðskiptavina þar sem þeir tengja ný og ný lén inn á vefsíður sínar ýmist sem aukalén eða sér vefsíður innan sömu hýsingar. Síðan snemma árs 2006 hafa viðskiptavinir geta tengt inn .is lén að vild án okkar aðkomu. |
Við erum að endurnýja rafræna skírteinið fyrir póstaðganginn og
cpanel aðganginn. Á meðan þessi vinna fer fram fá notendur aðvörun í
vafrann sinn við tengingu við þessar síður. Smellið einfaldlega á "Continue to
this website" eða
Ok hnappinn í Firefox. Engin hætta er á ferðum, dulkóðun samskipta er
alveg jafn góð og áður. Aðvaranir frá Microsoft IE7
vafranum taka of djúpt í árinni með þá hættu sem hér er á ferðum. Í raun er engin hætta á ferðum.
|
Við tvöfölduðum afkastagetu megin vefþjónsins okkar síðast í apríl. Nú margföldum við afköst vefþjónsins. Við fáum tvöfalt meira innra minni, átta örgjörfa og 10 diska RAID stæðu (RAID diskar tryggja nánast 100% öryggi geymslumiðla). En meira er á leiðinni.... |
Nánar...
|
Um miðjan september var cPanel uppfært í nýjustu útgáfu hjá okkur. Það sést ekki mikill munur í cPanel sjálfu en ýmislegt hefur verið lagað "undir húddinu" ef svo má segja. cPanel var orðið mjög stöðugt og sjáum við ekki betur en stöðugleikinn sé jafnvel enn betri en áður. Lesa má um uppfærslur á heimasíðu cPanel en viðskiptavinir sjá helst breytingar í viðmótinu í vefpóstinum.
|
|
Nýr vefur edal.net fór í loftið 27. apríl 2007. Vefurinn sem þú ert að skoða er gerður í hinu margverðlaunaða Joomla vefumsjónarkerfi. Vefurinn var hannaður og uppsettur af starfsfólki Ráðgjöf.net en þeir sérhæfa sig í markaðsetningu á vefnum. Heimasíður eru breytileg fyrirbæri og þessi vefur verður væntanlega engin undantekning. Fyrstu vikunar eftir opnun erum við að fínstilla ýmislegt og prófa og má því búast við að sjá "óvenjulegar" uppraðanir/framsetningar í augnablik og augnablik. Þeir sem hitta á slíkt eru beðnir velvirðingar og beðnir um að endruhlaða síðunni (refresh) þar til hún kemur "eðlilega" fyrir sjónir.
|
Nánar...
|
|
|
|
|