Glatir þú aðgangslyklinum geturðu fengið tölvupóst sendan sem gefur þér kost á að breyta lykilorðinu.
- Opnaðu stjórnborðið þ.e. innskráningu inn á stjórnborðið.
- Smelltu á Cancel eins og þú ætlir að hætta við.
- Á skjánum birtist valmynd þar sem hægt er að setja inn notendanafn (notendanafnið er EKKI netfang) og biðja um "Password reset". Tölvupósturinn verðu sendur á það netfang sem við höfum á skrá fyrir eiganda eða vefstjóra vefsvæðisins.
Ath. Þessi aðferð virkar ekki með Safari vafranum á Macintosh tölvum.
Þetta er vegna örlítið öðruvísi hegðunar Safari þegar smellt er á
Cancel hnappinn þ.e. hann gerir ekki neitt í stað þess að leita eftir
villusíðu eins og flestir aðrir vafrar gera. IE7 og Firefox virka rétt
undir Windows hvað þetta varðar og Firefox virkar á öllum stýrikerfum
sem hann er fáanlegur á að því við best vitum, þ.á.m. Macintosh og
Linux.
|