Á skjánum birtist valmynd þar sem hægt er að setja inn notendanafn (notendanafnið er EKKI netfang) og biðja um "Password reset". Tölvupósturinn verðu sendur á það netfang sem við höfum á skrá fyrir eiganda eða vefstjóra vefsvæðisins.
Til eru tvær megin leiðir við uppsetningu léna á vefsvæðum. Önnur heitir Parked Domains og hin heitir Addon Domains. Parked domain er lén sem er lagt ofan á annað lén og vísar í raun á sömu vefsíðu/heimasíðu. Hjá okkur eru enging takmörk fyrir því hversu mörg lén geta vísað á sömu vefsíðu.
Addon domain er notað til að búa til sjálfstæða vefi með sér eigið lén en undir einni vefhýsingu. Þetta gera menn til að spara sér að kaupa margar hýsingar fyrir vefina sína eða af því það hentar að sýsla með alla vefina undir einum hatti þ.e. einu stjórnborði. Til að fá meiri aðskilnað í umsýslu mismunandi heimasíðna er einfaldast að kaupa tvær vefhýsingar.
Það er mjög algengt hjá forriturum að afrita skrár undir annað nafn til að eiga upphaflegu útgáfuna af henni ef ske kynni að breytingar misheppnist auk fleiri ástæðna. Stundum eru menn einnig að sækja nýjar útgáfur og vilja prófa áður en þeir henda eldri útgáfunni. Ein af þeim endingum sem er mjög vinsælt að einfaldlega bæta við skrána er .bak
Þetta er eins og opið boðskort til tölvuþrjóta en það er útskýrt betur hér.
Inn-breytu hóparnir (input variables) eru t.d. $_POST, $_GET og $_REQUIRE. Það er mikilvægt að sleppa ekki hverju sem er í gegn þegar tekið er á móti upplýsingum í gegn um þessar breytur. Auðvelt er að yfirsjást mögulegar innspýtingar árásir (injection exploits) þarna í gegn. Af þeim sökum er besta stefnan að samþykkja aðeins rétt formaðar upplýsingar frá inn-breytum og útiloka allt annað undantekningalaust.
Við bjóðum þeim sem vilja skoða pöntunarferlið án ábyrgðar að gera þykjustunni pantanir. Í pöntunarferlinu er möguleiki á að haka við að verið sé að prófa. Þannig pantanir eru einfaldlega ekki afgreiddar með uppsetningu vefsvæðis en þú færð samt kost á að sjá hvernig ferlið gengur fyrir sig. Þó þarf að setja inn netfang til að sjá staðfestingapósta og slíkt.
Stjórnborð vefhýsingarinnar heitir cPanel en slóðin að cPanel er www.vefir.net/cpanel . Vinsamlegast athugaðu að slóðin sem hér er nefnd er til einföldunar svo auðveldara sé að muna hana. Hin eiginlega slóð er https://vps.vefhysing.com:2083 en stutta útgáfan breytist í þessa lengri við tengingu.
Flestir vefhýsendur eru að nota ftp til að sýsla með skrár á vefsvæði sínu. Sumir nota Dreamweaver við vefsíðugerðina en það kerfi notar ftp til samskipta við vefsvæðið.
Uppsetning FTP aðgangs í vefhýsingunni
Það er góð regla að nota sérstakt notendanafn fyrir ftp samskiptin og forðast að nota aðal-notendanafn hýsingarinnar í þessum tilgangi. Opnið stjórnborðið (cpanel) til að stilla upp ftp aðgangi.