Í stuttu máli fyrir fagmenn:
Outgoing mail (SMTP) og Incoming mail (POP3) hafa bæði slóðina mail.vefir.net. Ef sækja á póst með dulkóðaðri tengingu (secure connection port 995) er sett vps.vefhysing.com í Incoming slóðina. Að sjálfsögðu má nota "local" póstþjón fyrir SMTP svo sem eins og mail.simnet.is hjá Símanum og mail.internet.is hjá Vodafone. Sé lokað fyrir port 25 (SMTP) af einhverjum ástæðum má nota port 26 hjá okkur þ.e. sendingar í gegn um mail.vefir.net
Ítarlegri leiðbeiningar fyrir leikmenn (notast er við Outlook notendaviðmótið):
Outlook og Outlook Express eru líklega vinsælustu póstforritin nú á tímum. Í
þessum leiðbeiningum er gert ráð fyrir að netfangið hafi þegar verið
sett upp í vefhýsingunni. Nýja póstforritið frá Microsoft er svo Microsoft Mail en það kemur með Vista stýrikerfinu. Það er mjög svipað í uppsetningu og frændur þess Outlook og Outlook Express. POP3 aðgangur að tölvupósti sækir póstinn í pósthólfið með öllum viðhengjum og texta og hreinsar svo póstinn af póstþjóninum (reyndar er því stýrt með stillingum en sjálfgefna leiðin er að sækja póstinn og eyða honum svo af póstþjóninum). |